breyting á deiliskipulagi
Grjótháls 7-11
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 631
12. maí, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Urban arkitekta ehf. , dags. 24. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 7-11 við Grjótháls. Í breytingunni felst að færa byggingarreitinn sem samþykktur var 5. júlí 2013 upp að núverandi byggingu að Grjóthálsi 9 og fella brott 3 metra breytt sund sem er eftir húsinu endilöngu, breyta kröfu um fjölda bílastæða þannig að í stað 1 bílastæðis á hverja 100 fermetra verksmiðju, lagers og tæknirýma verði það 1 bílastæði á hverja 120 fermetra húsnæðis og að heimilt verði að nýta Þak nýbyggingar undir bílastæði, samkvæmt uppdrætti Urban arkitekta ehf. , dags. 1. febrúar 2017. Einnig lögð fram greinargerð hönnuðar, dags. 24. febrúar 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 6. apríl til og með 4. maí 2017. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

110 Reykjavík
Landnúmer: 111019 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010868