breyting á deiliskipulagi
Grjótháls 7-11
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 747
18. október, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Urban arkitekta ehf. dags. 3. október 2019 ásamt bréfi dags. 2. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Grjótháls. Í breytingunni felst að hámarkshæð viðbyggingar hækkar úr 11 metrum í 15 metra, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Urban arkitekta ehf. dags. 2. október 2019. Einnig er lagður fram samanburður á skuggavarpi gildandi deiliskipulags og breytingartillögu fyrir lóðina dags. 1. október 2019.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Fosshálsi 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25, 27 og 29.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111019 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010868