Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að rífa eldri viðbyggingar til norðurs og vesturs, lækka gólf í kjallara, byggja anddyri til vesturs, bogadregna viðbyggingu úr stofu til suðurs og borðstofu til austurs, breyta innra skipulagi og gera svalir ofan á öllum viðbyggingum á einbýlishúsi á lóð nr. 59 við Laufásveg. Erindi var grenndarkynnt frá 5. mars til og með 2. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: húsfélagið Bergstaðastræti 64 dags. 31. mars 2015, Elísabet Kristjana Grétarsdóttir og Jakob Þór Grétarsson dags. 31. mars 2015, Sæunn Margrét Sæmundsdóttir dags. 31. mars 2015 og Grétar Þór Kristinsson dags. 31. mars 2015. Rif eldri viðbygginga: 4,5 ferm., 11 rúmm. Nýjar viðbyggingar: 95,7 ferm., 258,4 rúmm. Gjald kr. 9.823