Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni felst að núverandi reiðstíg er breytt í hjólastíg í ljósi þess að hesthúsabyggð hefur verið aflögð á Sprengisandi við Bústaðaveg. Svæðið sem breytingin nær til afmarkast að mestu af 5 metra svæði sitt hvoru megin við núverandi reiðstíg, frá göngustíg við undirgöng undir Höfðabakka að undirgöngum undir Reykjanesbraut til vesturs, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 13. janúar 2017.