(fsp) hreinsun ofanvatns fyrir hluta nýs Arnarnesvegar og breikkun Breiðholtsbrautar
Elliðaárdalur við Dimmu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 774
25. maí, 2020
Vísað til verkefnisstjóra
468936
469658 ›
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að deiliskipulagi fyrir borgargarðinn í Elliðaárdal. Skipulagið byggir á grunni eldra deiliskipulags sem var samþykkt árið 1994 sem fellt er úr gildi. Í tillögunni eru afmörkuð og skilgreind hverfisverndarsvæði í dalnum, gerð grein fyrir helstu göngu- og hjólastígum ásamt nýjum þverunum yfir Elliðaárnar og skilgreind helstu útivistar- og áningarstaðir, samkvæmt uppdr. Landslags. ehf. dags. 10. febrúar 2020. Einnig er lögð fram greinargerð Landslags ehf. um forsendur deiliskipulags dags. 10. febrúar 2020, greinargerð Landslags ehf. um stefnumörkun og skilmála dags. 10. febrúar 2020, skýringarmynd Landslags ehf. dags. 10. janúar 2020 og drög Borgarsögusafns Reykjavíkur að varðveislumati og húsaskrá fyrir Elliðaárdalinn. Einnig er lagður fram tölvupóstur stjórnar Hollvinasamtakanna dags. 19. mars 2020 og bréf Halldórs Páls Gíslasonar f.h. Hollvinasamtaka Elliðaárdals dags. 21. apríl 2020. Tillagan var auglýst frá 16. mars 2020 til og með 18. maí 2020. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Bjarni V. Guðmundsson dags. 18. mars 2020, Vegagerðin dags. 19. mars 2020 og 19. maí 2020, Hörður Guðjónsson f.h. íþróttafélagsins Fylkis dags. 22. apríl 2020, Umhverfisstofnun dags. 22. apríl 2020, Hlín Sverrisdóttir dags. 7. maí 2020, Hestamannafélagið Fákur dags. 12. maí 2020, skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 14. maí 2020, Sædís Þorleifsdóttir dags. 17. maí 2020, Gunnar H. Guðmundsson dags. 18. maí 2020, Orkuveita Reykjavíkur dags. 18. maí 2020, Veitur dags. 18. maí 2020, Snorri Gunnarssondags. 18. maí 2020, Ólafur Haraldsson f.h. Frisbígolffélags Reykjavíkur og Íslenska frisbígolfsambandsins dags. 18. maí 2020, Halldór Páll Gíslason f.h. Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins dags. 18. maí 2020, Jósep Valur Guðlaugsson dags. 19. maí 2020 og íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts dags. 19. maí 2020.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.