Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Breytingin felst í að skipulagsmörkum deiliskipulagsmarka Elliðaárdals er breytt og minnkar skipulagssvæðið um 1,7 ha. Breytingin er tilkomin vegna fyrirhugaðra gatnamóta Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar sem verða utan skipulagssvæðis. Minnkunin er til að samræma mörk deiliskipulags Elliðaárdals við nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 20. september 2021. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2022 til og með 4. mars 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Hollvinasamtök Elliðaárdals dags. 4. mars 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. mars 2022 og er nú lagt fram að nýju.