(fsp) hækkun húss, kvistir o.fl.
Vesturgata 54
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 619
3. febrúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. janúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 23. janúar 2017, um að hækka húsið á lóð nr. 54 við Vesturgötu um 100-120 cm., setja kvisti, hækka stigahús á norðurhlið upp í ris og laga útlit húss á suðurhlið, samkvæmt tillögu/skissu Arkþings ehf., dags. í janúar 2017. Einnig er lagt fram skuggavarp Arkþings ehf., ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags 2. febrúar 2017.
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við þau skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. febrúar 2017, á eigin kostnað.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100138 → skrá.is
Hnitnúmer: 10013704