Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. september 2022 var lagt fram bréf Ástu Ragnheiðar Júlíusdóttur dags. í júní 2022, mótt. 13. ágúst 2022, um að skipta lóðinni nr. 2-12 við Fellsmúla í tvær lóðir þ.e. Fellsmúla 2-8 og Fellsmúla 10-12. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. október 2022.