Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingarstað í flokki II tegund ?? billjardstofu/krá fyrir 80 gesti í rýmum 0103, 0104, 0105, 0109, 0111 og 0113 og sorp í rými 0121, í húsi á lóð nr. 40-44 við Hverfisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5 febrúar 2021.
Gjald kr. 12.100