breyting á deiliskipulagi
Smiðjustígur 13
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 821
21. maí, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. apríl 2021 var lögð fram umsókn Ingólfs Freys Guðmundssonar dags. 19. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.4 vegna lóðarinnar nr. 13 við Smiðjustíg. Í breytingunni felst að mænisstefna nýbyggingar á lóð er snúin þannig að hún verði samhliða Lindargötu, nýbyggingar á skipulagi verði skilgreinindar fyrir atvinnustarfssemi, stækka byggingarreit nýbyggingar lítillega, bæta við byggingarreit á lóð vestan gamla hússins fyrir byggingu neðanjarðar, bæta við einu bílastæði á lóð og fella niður kvöð um að nýbygging á lóðinni skuli bárujárnsklædd, samkvæmt uppdr. Kollgátu, dags. 12. mars 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Lindargötu 6 og 11, Smiðjustíg 10, 11, 11a, 11b, 12 og Skuggasundi 1.
Vakin er athygli á að umsækjandi þarf að greiða fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100997 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018517