Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. febrúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3. áfanga Frakkastígsreits, að byggja nýbyggingu á Laugavegi 41B sem í verður sameiginlegt stiga- og lyftuhús, rífa stigahús á bakhlið Laugavegs 43, stækka til norðurs og hækka þak á norðurhlið, setja kvisti á Laugaveg 45, tengja efri hæðir Laugavegs 43 og 45 við nýbyggingu og innrétta skrifstofur á efri hæðum og verslanir á jarðhæðum á lóð nr. 8 við Frakkastíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015..
Samtals 3. áfangi: 1.429,1 ferm., 4.426,8 rúmm. Gjald kr. 9.823