Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð ofaná hús og innrétta 42 íbúðir á 2. - 5. hæð, stækka glugga, koma fyrir svölum, byggja stiga- og lyftuhús og hjóla- og vagnageymslur sem verða sameiginlegar með húsi nr. 18 á baklóð húss á lóð nr. 20 við Brautarholt. Einnig er lagður fram lóðauppdráttur dags. 19. júlí 2019 og breytingarblað umhverfis- og skipulagssviðs dags 11. apríl 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. ágúst 2019. Erindi fylgir bréf hönnuða um skipulagsforsendur dags. 4. janúar 2018 og minnisblað um brunamál dags. 19. febrúar 2018. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Eftir stækkun, mhl. 01: 2.768,5 ferm., 9.829,2 rúmm. Mhl. 02: 41,4 ferm., 123,3 rúmm. Gjald kr. 11.200
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 164, 166, 168, 170, 172 og 174, Brautarholti 16 og 22 og Skipholti 15, 17 og 19.