deiliskipulag
Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 586
20. maí, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2016 var lögð fram umsókn Jakobs Emils Líndal, mótt. 15. október 2015, ásamt tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 16A við Grensásveg og 37-39 við Síðumúla. Í tillögunni felst að byggja við og breyta nýtingu núverandi húsnæðis á lóðinni. Húsnæðið verður nýtt fyrir íbúðir, hótel, skrifstofu- og þjónustustarfssemi, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Alark arkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Óttar Yngvason f.h. Steinnes sf., dags. 21. mars 2016, Guðmundur Ágústsson hrl. f.h. Fróða ehf., dags. 22. mars 2016 og Hrafnkell Björnsson f.h. Sigfúsarsjóðs, dags. 23. mars 2016. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Guðmundar Ágústssonar hrl., dags. 18. maí 2016 ásamt svarbréfi skrifstofu sviðstjóra dags. 20. maí 2016.
Svar

Lagt fram.