deiliskipulag
Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 563
20. nóvember, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Jakobs Emils Líndal, mótt. 15. október 2015, ásamt tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 16A við Grensásveg og 37-39 við Síðumúla. Í tillögunni felst að byggja við og breyta nýtingu núverandi húsnæðis á lóðinni. Húsnæðið verður nýtt fyrir íbúðir, hótel, skrifstofu- og þjónustustarfssemi, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 11. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Alark arkitekta ehf. dags. 15. október 2015 og 11. nóvember 2015.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.
Umsækjanda er bent á að erindið fellur undir gr. 7.6.fyrrgreindrar reglugerðar og þarf að greiða áður en tillagan fer í auglýsingu.