breyting á deiliskipulagi
Krókháls, GR reitur G1
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 852
14. janúar, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga KRADS arkitekta f.h. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. október 2021 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grafarlæk - Stekkjarmóa - Djúpadal. Um er að ræða nýja lóð þar sem er gert ráð fyrir tveimur skrifstofubyggingum sem grafa sig inn í hæðina að hluta til að falla betur inn í umhverfið og halda hæð og ásýnd bygginga lægri út að golfvallarsvæði GR. Hæðarmunur á lóð er nýttur til að koma fyrir bílakjallara undir byggingunum og skýla útivistarsvæði GR frá bílastæðasvæði. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar: Kristjana Bjarnþórsdóttir hjá bílaumboði Öskju f.h. Krókháls 11 ehf. og Krókháls 13 ehf. dags. 3. janúar 2022, Bílabúð Benna dags. 6. janúar 2022, Þór hf. dags. 10. janúar 2022, Gísli Guðni Hall f.h. stjórnar GR dags. 11. janúar 2022, Yngvi Óttarsson dags. 11. janúar 2022, Jón Karl Sigurðsson dags. 11. janúar 2022, Védís Húnbogadóttir og Snorri Bergmann dags. 11. janúar 2022, Óskar Garðarsson dags. 12. janúar 2022, Gísli Óttarsson f.h. 8 aðila dags. 11. janúar 2022, Óttar Yngvason f.h. 12 félagsmanna í Golfklúbbi Reykjavíkur dags. 12. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 12. janúar 2022.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.