breyting á deiliskipulagi
Traðarland 1, Víkingur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 585
13. maí, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Knattspyrnufélagsins Víkings, mótt. 29. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Traðarland, Víkingur. Í breytingunni felst að gera byggingarreit fyrir varamannaskýli og fjölmiðlastand vestan keppnisvallar, andspænis stúku og miðjusett við völl. Um er að ræða byggingu sem inniheldur geymslur á vallarhæð, blaðamannastúku á annarri hæð og á þaki mannvirkis eru upptökusvalir fyrir fjölmiðla. Til beggja handa eru 7 metra löng varamannaskýli með skyggni, allt að 3 metra há, samkvæmt uppdrætti T.ark arkitekta ehf., dags. 21. apríl 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 12. apríl til og með 10. maí 2016. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108838 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007767