breyting á deiliskipulagi
Traðarland 1, Víkingur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 580
8. apríl, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. mars 2016, þar sem óskað er eftir umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, Íþrótta og tómstundaráðs og umhverfis- og skipulagssviða á eftirfarandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarstjórnar 1. mars 2016 um stækkun athafnasvæðis Víkings: "Borgarstjórn felur borgarstjóra að gera ráðstafanir er nauðsynlegar kunna að vera í því skyni að Reykjavíkurborg standi við fyrirheit sitt um stækkun athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings eftir að leigusamningur við lóðarhafa að Stjörnugróf 18 rennur út í árslok 2016, í samræmi við samþykkt borgarráðs hinn 10. júlí 2008. Jafnframt felur borgarráð skipulagsráði að kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvar, sem nú er á lóðinni, í samráði við eigendur hennar. Knattspyrnufélagið Víkingur er hverfisíþróttafélag, sem gegnir mikilvægu hlutverki í þágu íþrótta- og æskulýðsmála í smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfum." Óskað er eftir að sviðin og skrifstofan geri sameiginlegt minnisblað.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108838 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007767