Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. mars 2016, þar sem óskað er eftir umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, Íþrótta og tómstundaráðs og umhverfis- og skipulagssviða á eftirfarandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarstjórnar 1. mars 2016 um stækkun athafnasvæðis Víkings: "Borgarstjórn felur borgarstjóra að gera ráðstafanir er nauðsynlegar kunna að vera í því skyni að Reykjavíkurborg standi við fyrirheit sitt um stækkun athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings eftir að leigusamningur við lóðarhafa að Stjörnugróf 18 rennur út í árslok 2016, í samræmi við samþykkt borgarráðs hinn 10. júlí 2008. Jafnframt felur borgarráð skipulagsráði að kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvar, sem nú er á lóðinni, í samráði við eigendur hennar. Knattspyrnufélagið Víkingur er hverfisíþróttafélag, sem gegnir mikilvægu hlutverki í þágu íþrótta- og æskulýðsmála í smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfum." Óskað er eftir að sviðin og skrifstofan geri sameiginlegt minnisblað.