breyting á deiliskipulagi
Traðarland 1, Víkingur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 702
26. október, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 15. ágúst 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Víkings að Traðarlandi 1. Í breytingunni felst að aðalkeppnisvöllur verði lagður með upphituðu gervigrasi og koma fyrir fjórum ljósamöstrum með LED lýsingu á úthornum öryggissvæðis við keppnisvöll, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 14. ágúst 2018. Einnig er lögð fram greinargerð Teiknun ehf. dags. 13. júlí 2018. Tillagan var auglýst frá 11. september 2018 til og með 23. október 2018. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Tillagan hefur ekki hlotið afgreiðslu hjá Kópavogsbæ.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108838 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007767