Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagsviðs dags. 8. desember 2017 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar markmið um göngugötur í miðborginni. Breytingartillagan felur einkum í sér endurbætur á núgildandi markmiðum aðalskipulags, þ.e. skerpingu á almennum markmiðum um göngugötur, ákveðnari skilgreiningar og skýrari afmörkun þess svæðis ákvæðin geta náð til. Kynning stóð til og með 9. febrúar 2018. Eftirtaldir sendu umsagnir: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 31. janúar 2018, Bláskógabyggð dags. 8. febrúar 2018, Garðabær, dags. 8. febrúar 2018 og Seltjarnarnesbær dags. 13. febrúar 2018.