Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2018 vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að stækka hafnarsvæðið (H4) í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka. Kynning stóð til og með 28. júní 2018: Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 14. júní 2018, Vegagerðin dags. 19. júní 2018, Skipulagsstofnun dags. 21. júní 2018, Garðabær dags. 3. júlí 2018 og Umhverfisstofnunar dags. 4. júlí 2018.