Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í desember 2017 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í breytingu á landnotkun og fjölgun íbúða við Hraunbæ-Bæjarháls. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2018 til og með 13. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Veitur dags. 12. mars 2018. Einnig er lagt fram bréf Garðabæjar dags. 4. desember 2017 og Seltjarnarnesbæjar dags. 22. desember 2017 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.