Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis og skipulagssviðs dags. í október 2015 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi Kirkjusand miðsvæði M6b vegna fjölda íbúða og magn atvinnuhúsnæðis. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2016 til og með 12. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hörður Harðarson, dags. 26. mars 2016. Einnig er lagt fram bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 25. nóvember 2015, þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju.