Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020, ásamt umhverfisskýrslu, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar skipulag byggðar í Skerjafirði. Í breytingunni felst breytt landnotkun, breytingar á byggingarmagni, lega stofn- og tengistíga er fest niður og tekið er tillit til umferðatenginga ásamt því að umfang landfyllinga er minnkað. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 31. ágúst 2020.