Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagsviðs dags. í mars 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar markmið um göngugötur í miðborginni. Breytingartillagan felur einkum í sér endurbætur á núgildandi markmiðum aðalskipulags, þ.e. skerpingu á almennum markmiðum um göngugötur, ákveðnari skilgreiningar og skýrari afmörkun þess svæðis ákvæðin geta náð til. Tillagan var auglýst frá 30. júní 2018 til og með 11. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ófeigur Björnsson dags. 10. ágúst 2018.