Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2019 vegna fyrirhugaðrar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Íbúðabyggð og blönduð byggð 2010-2030/2040. Í tillögunni felst endurmat á forgangsröðun og þéttleika uppbyggingar á grundvelli markmiða um breyttar ferðavenjur, uppbyggingu Borgarlínu og stefnu í loftlagsmálum. Einnig eru lagðir fram viðaukar og matslýsing VSÓ ráðgjafar dags. 22. maí 2019. Kynning stóð til og með 12. ágúst 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir/athugasemdir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 4. júlí 2019, Bláskógarbyggð dags. 4. júlí 2019, Mosfellsbær dags. 5. júlí 2019, Minjastofnun Íslands dags. 18. júlí 2019, Skipulagsstofnun dags. 19. júlí 2019, Vegagerðin dags. 1. ágúst 2019, Orkustofnun dags. 13. ágúst 2019, Umhverfisstofnun dags. 12. ágúst 2019.