Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög umhverfis- og skipulagssviðs, dags. nóvember 2016 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, varðandi stefnu um íbúðarbyggð og heimildir um fjölda íbúða sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig lagðar fram ábendingar frá Friðjón Sigurðarson, f.h. Reita, dags. 23. nóvember 2016, Skipulagsstofnun dags. 16. nóvember 2016 og bókun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 29. nóvember 2016. Kynning stóð til og með 24. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22. desember 2016.