breyting á deiliskipulagi
Keilugrandi 1
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 596
4. ágúst, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 1 við Keilugranda auk lóða Fjörugranda og sléttar tölur Boðagranda. Í breytingunni felst niðurrif núverandi iðnaðarhúsnæðis og uppbygging íbúðarhúsnæðis á lóð Keilugranda 1, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Kanon arkitekta ehf., dags. 19. maí 2016. Einnig er lagður fram skýringar- og skuggavarpsuppdr., dags. 19. maí 2016, snið, dags. 19. maí 2016 og greinargerð og skilmálar, dags. 19 maí 2016. Jafnframt er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar um hljóðvist, dags. 6. maí 2016, húsaskrá og vaðveislumat Borgarsögusafns Íslands, dags. 19. maí 2016 og hjóðvistarskýrlsa Trivium Ráðgjafar, 20. maí 2016. Tillagan var auglýst frá 14. júní 2016 til og með 26. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gylfi Gunnarsson og Magdalena S. Ingimundardóttir f.h. húsfélagsins að Boðagranda 2, dags. 21. júlí 2016, Ása Þórðardóttir, Eiríkur Sigurgeirsson, Magnús Guðmundsson og Snjólaug Sigurbjörnsdóttir, dags. 22. júlí 2016, Ástríður Jóhannesdóttir og Alexander Richter, dags. 24. júlí 2016 og stjórnarmenn í húsfélagi Keilugranda 8 Lára G. Jónasdóttir, Halla G. Jónsdóttir og Kristín A. Sigurgeirsdóttir f.h. eigenda og íbúa 13 íbúða að Keilugranda 8, dags. 26. júlí 2016 og Húsfélagið Keilugranda 6, dags. 27. júlí 2016.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.