Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurbjörns Kjartanssonar, mótt. 2. nóvember 2015, ásamt tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags lóðanna Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76. Tillagan felst í megin atriðum í því að sameinaðar eru þrjár deiliskipulagsáætlanir og mótuð samfelld húsaröð, ein til fimm hæðir, meðfram Suðurlandsbraut. Á lóðunum nr. 58-64 og 66 eru heimildir óbreyttar a.ö.l. en því að heimiluð er viðbygging við jarðhæð hússins nr. 66 og gerð tengibyggingingar milli lóðanna 66 og 68-70. Lóðirnar Suðurlandsbraut 68 og 70 eru sameinaðar, stækkaðar og byggingarmagn aukið. Lóðunum Suðurlandsbraut 72-76 er breytt úr þremur í tvær, þær stækkaðar lítillega og byggingarmagni breytt í samræmi við það. Lega stíga er endurskoðuð og bætt við heimild til að gera hljóðmön og/eða vegg meðfram Miklubraut til að tryggja hljóðvist á lóðunum, samkvæmt deiliskipulags-, skýringar- og skuggavarpsuppdr. Glámu Kím, dags. 12. apríl 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Mannvits um hljóðvist, dags. 14. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 22. apríl 2016 til og með 3. júní 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hans-Olav Andersen hjá teiknistofunni Tröð, dags. 20. maí 2016, Ragnar Davíðsson og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, dags. 30. maí 2016 og Veitur, dags. 3. júní 2016.