Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. október 2013 var lögð fram fyrirspurn Molda ehf., dags. 3. okt. 2013 þar sem spurt er hvort heimilt verði að breyta hluta 2. hæðar í smáíbúðir sem verða annaðhvort hafðar til útleigu eða verða seldar. Stærð er u.þ.b. 140 m2 sem breytt yrði í 3 smáíbúðir. Einnig er spurt um hvort mögulega fengist heimild til að byggja nýja hæð (3.hæð) ofan á byggingu, og að þar verði einnig íbúðir sem væru til útleigu eða sölu. Stærð mögulegrar 3. hæðar yrði þá u.þ.b. 420 m2 sem skipt yrði í svipaðar íbúðir og fyrirhugað er að gera á 2. hæð ef heimild fæst til þess. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2013.