(fsp) fjölgun íbúða og inndregin 5. hæð
Brautarholt 16
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 853
21. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn Arnars Þórs Jónssonar dags. 3. september 2021 ásamt bréfi dags. 30. ágúst 2021 um fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 16 við Brautarholt úr 16 íbúðum í 33 íbúðir og hafa inndregna 5. hæð eins og er við Brautarholt 18 og 20, samkvæmt tillögu Arkís arkitekta ehf. dags. 20. ágúst 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. október 2021. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu Arkís arkitekta ehf. dags. 20. desember 2021 (tillaga II, dags. 20. desember 2021) að breytingu á núverandi atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði með 20 íbúðum í stað 33 íbúða (tillaga l), hafa inndregna 5. hæð ásamt frekari útfærslu inngarðs í porti. Í uppfærðri tillögu er gert ráð fyrir mögulegri útfærslu íbúða ofan á núverandi spennistöð Veitna ohf. við Traðarholt. Áfram er gert er ráð fyrir þjónusturýmum á jarðhæð við götuhliðar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. janúar 2022.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. janúar 2022, samþykkt.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103034 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007694