breyting á deiliskipulagi
Grettisgata 20A og 20B
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 894
24. nóvember, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Xyzeta ehf. dags. 26. október 2022, ásamt bréfi dags. 3. október 2022, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.1 vegna lóðanna nr. 20A og 20B við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verður að sameina lóðirnar tvær í eina lóð og að bakhús verði á sérstakri lóð, heimilt verður að koma fyrir stiga og svalargangi á Suðurhlið 20A og 20B og að heimilt verður að rífa bakhús og reisa þar einlyft einbýlishús með kjallara og risi, samkvæmt uppdr. Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 27. september 2022. Einnig eru lagðar fram tillögur samráðsvettvangs um úrbætur á brunavörnum ódags. og umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 22. október 2013, 22. janúar 2014 og 17. febrúar 2020.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101831 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011571