Breyta íbúð
Grettisgata 9
Síðast Synjað á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 530
6. mars, 2015
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 19. desember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 9A og 9B við Grettisgötu. Í breytingunni felst að skilgreindar eru tvær lóðir fyrir flutningshús á borgarlandi, samkvæmt lagfærðum uppdr. Argos ehf. dags. 3. janúar 2015. Tillagan var auglýst frá 21. janúar til og með 4. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir dags. 14. febrúar 2015, Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur dags. 2. mars 2015, eigendur að Laugavegi 28a, Vernharður Skarphéðinsson, Anton Heiðar Þórðarson og Hólmfríður Helga Jósefsdóttir dags. 3. mars 2015 og eigendur að Grettisgötu 11, Aðalheiður B. Vignisdóttir, Gunnar Gunnarsson og Elmar Orri Gunnarsson dags. 4. mars 2015.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101489 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011557