(fsp) uppbygging
Héðinsreitur/Vesturgata 64 og Ánanaust
Síðast Synjað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 657
10. nóvember, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram forsögn umhverfis- og skipulagssviðs. skipulagsfulltrúa dags. 26. júní 2017 á deiliskipulagi fyrir Héðinsreit - út frá gildandi heimildum í deiliskipulagi, frá markmiðum Reykjavíkurborgar og áherslum skv. gildandi aðalskipulagi. Reiturinn er innan miðborgar (M1) á svæði sem skilgreint er nánar sem M1b. Blönduð miðborgarbyggð. Skrifstofur og þjónusta. Eftirfarandi skilgreining gildir um það svæði (bls. 207-208): "Markmiðið er að efla fjölbreytta atvinnu- og þjónustustarfsemi sem fellur að íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir stofnunum og skrifstofum og sérhæfðri þjónustu, þ.m.t. gistiþjónustu. Íbúðir eru heimilar, einkum á efri hæðum húsnæðis. Við jarðhæðir með götuhliðastýringu er verslunar- og þjónustustarfsemi opin almenningi í forgangi."
Mikilvægt er að deiliskipulagsbreytingin horfi til þeirra fermetra sem er í gildi skv. núverandi deiliskipulagi, 3.000 m² og 14.180m² - að lóðarhafar finni út í sameiningu hvernig nýbyggingar á þessum reit aðlagi sig að núverandi byggð með útgangspunkti í þeim fermetrum sem eru í gildi nú skv. gildandi deiliskipulagi.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.