breyting á deiliskipulagi
Haðaland 26, Fossvogsskóli
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 665
19. janúar, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, mótt. 14. júlí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Fossvogsskóla. Í breytingunni felst að koma fyrir nýjum byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur á suðausturhluta lóðarinnar, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. ágúst 2017. Einnig er lagður fram tölvupóstur Guðmundar Torfasonar dags. 7. nóvember 2017 þar sem farið er fram á frestun málsins og umsögn samgöngudeildar Reykjavíkurborgar um leiðarval skólabarna dags 7. nóvember 2017. Tillagan var auglýst frá 27. september 2017 til og með 30. nóvember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðmundur Halldór Torfason og Björg Jakobína Þráinsdóttir dags. 8. og 30. nóvember 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.