Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. nóvember 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús með 14 íbúðum og sameiginlegu þvottahúsi ásamt því að endurinnrétta 2. hæð fyrir skrifstofur, setja lyftu sem tengir allar hæðir og koma fyrir hjóla- og vagnageymslu í kjallara í húsi á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð. Erindi var grenndarkynnt frá 8. febrúar 2018 til og með 8. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Gunnar Jónsson og Fríða Birna Kristinsdóttir dags. 22. febrúar 2018, Mörkin lögmannsstofa hf. f.h. Hannesar Hall dags. 28. febrúar 2018, Óskar Rafnsson dags. 5. mars 2018, Sigríður Þorvaldsdóttir, Árni B. Kvaran, Elín S. Kristinsdóttir og Arndís Lilja Guðmundsdóttir dags. 7. mars 2018, Karl Thoroddsen og Kristín Vala Erlendsdóttir dags. 7. mars 2018, húseigendur að Stigahlíð 37 dags. 8. mars 2018, Heimir Hálfdánarson, Þórdís Þorvaldsdóttir og Elísabet Þorvaldsdóttir dags. 8. mars 2018 og Elín Kjartansdóttir og Jón E. Árnason dags. 12. mars 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. apríl 2018 og er nú lagt fram að nýju. Stækkun: A-rými 933,4 ferm., 3.116,3 rúmm. Fylgigögn með erindi eru: Samþykki meðeigenda dags. 19.04.2017. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.03.2017. Bréf arkitekts dags. 18.04.2017 og 30.10.2017. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18.04.2017. Brunahönnunarskýrsla dags. apríl 2017. Hljóðvistarskýrsla dags. febrúar 2017. Lagður er fram lóðarleigusamningur fyrir bílastæðalóð dags. 01.02.2007. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017. Gjald kr. 11.000