Á fundi skipulagsfulltrúa 4. mars 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. mars 2016 þar sem sótt er um leyfi til að stækka vörulyftu milli hæða og láta hana þjóna kjallara einnig, setja hringstiga milli 1. hæðar og kjallara í húsnæði Bakarameistarans, endurinnrétta geymslu- og starfsmannaaðstöðu í suðurhluta hússins/kjallara, endurinnrétta skrifstofur í norðurhluta 2. hæðar og setja svalir á verslanakjarnann Suðurver á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. mars 2016.. Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla Verkís dags. feb. 2016 og samþykki eins eiganda af þrem. Gjald kr. 10.100
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Stigahlið 43 og 44. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.