breyting á deiliskipulagi
Rauðagerði 27
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 687
22. júní, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. maí 2018 var lögð fram umsókn Ólafs Óskars Axelssonar f.h. Félags íslenskra hljómlistarm. dags. 24. janúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Rauðagerði. Í breytingunni felst að gera nýjan byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur norðaustanmegin við tónleikasal, við lóðarmörk, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 24. janúar 2018. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embættið, og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Rauðagerði 29 og 33.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108305 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025163