breyting á deiliskipulagi
Rauðagerði 27
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 727
10. maí, 2019
Frestað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ólafs Óskars Axelssonar f.h. Félags íslenskra hljómlistarm. dags. 24. janúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Rauðagerði. Í breytingunni felst að gera nýjan byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur norðaustanmegin við tónleikasal, við lóðarmörk, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 24. janúar 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. ágúst 2018 til og með 6. september 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhanna Guðmundsdóttir og Helgi Helgason dags. 4. september 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108305 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025163