5 hæða verslunar- og íbúðarhúsnæði
Laugavegur 73 og Hverfisgata 92
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 731
7. júní, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn PKdM Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2019 ásamt bréfi dags. 5. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsbankareits, Reitur 1.174.0, vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 9 í 10, inngangur að efri hæðum er færður á Laugaveg, inndráttur á 5. hæð sem snýr að Laugavegi vefur verði málsettur á uppdrætti og heimilt er að búnaður á þaki s.s. lyftuhús og tæknibúnaður fari upp fyrir tilgreindan hámarkskóta, samkvæmt uppdr. PKdM Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 23. apríl 2019 til og með 21. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Inga Bragadóttir dags. 20. maí 2019. Að loknum athugasemdarfresti bárust athugasemdir frá Stefáni Barða dags. 22. maí 2019 og Þórdísi Jóhannesdóttur, Sigurrós Svavarsdóttur og Guðfinnu Steinunni Svavarsdóttur dags. 22. maí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.