5 hæða verslunar- og íbúðarhúsnæði
Laugavegur 73 og Hverfisgata 92
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 674
23. mars, 2018
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2018 var lögð fram fyrirspurn PKdM Arkitekta ehf. dags. 8. febrúar 2018 ásamt greinargerð PKdM Arkitekta ehf. ódags. um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 73 við Laugaveg sem felst í að fjölga íbúðum í nýbyggingu um fjórar, samkvæmt tillögu PKdM Arkitekta ehf. dags. 5. febrúar 2018. Auk þess er lögð fram fyrirspurn fyrirtækjasölunnar Suðurvers dags. 8. febrúar 2018 um að starfrækja veitingastað í flokki II eða III á jarðhæð hússins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.
Svar

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.