5 hæða verslunar- og íbúðarhúsnæði
Laugavegur 73 og Hverfisgata 92
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 720
15. mars, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn PKdM Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2019 ásamt bréfi dags. 5. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsbankareits, Reitur 1.174.0, vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 9 í 10, inngangur að efri hæðum er færður á Laugaveg, inndráttur á 5. hæð sem snýr að Laugavegi vefur verði málsettur á uppdrætti og heimilt er að búnaður á þaki s.s. lyftuhús og tæknibúnaður fari upp fyrir tilgreindan hámarkskóta, samkvæmt uppdr. PKdM Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2019.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 70, 71, 72, 74 og 77.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.