5 hæða verslunar- og íbúðarhúsnæði
Laugavegur 73 og Hverfisgata 92
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 589
10. júní, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Arkitektar ehf. f.h. Rauðsvíkur ehf., mótt. 24. maí 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsbankareits vegna lóðanna Laugavegur 73 og Hverfisgötu 92 skv. uppdráttum, dags. 24. maí 2016. Breytingin gengur út á að stækka lóð Laugavegs 73 til norðurs ásamt því að bílakjallari Hverfisgötu 92 á hæð -1 frá Hverfisgötu er stækkaður til vesturs en í staðinn er felld niður heimild fyrir -2 hæð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. júní 2016.
Svar

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. júní 2016.