5 hæða verslunar- og íbúðarhúsnæði
Laugavegur 73 og Hverfisgata 92
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 607
28. október, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Rauðsvíkur ehf., mótt. 30. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 73 við Laugaveg og 92-96 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst m.a. að lóð Laugavegar 73 er stækkuð, byggingarmagn aukið og íbúðum fjölgað, lóð Hverfisgötu 92 er minnkuð og bílakjallari stækkaður að lóðarmörkum samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 10. ágúst 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2016. Tillagan var auglýst frá 9. september til og með 21. október 2016. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.