Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn
Ark Studio ehf.
, mótt. 16. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Veghúsastíg. Í breytingunni felst breytt notkun íbúðarhúsnæðis á vestari hluta lóðar í íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði, heimild til reksturs gistiheimilis í flokki I, II eða III, rífa núverandi tengibyggingu á baklóð og byggja nýja tengibyggingu með kjallara milli húsanna, stækkun á byggingareit, hækkun á nýtingarhlutfalli o.fl., samkvæmt uppdr.
Ark Studio ehf.
dags. 16. nóvember 2015. Einnig er lagt fram umboð
RR hótels ehf.
, dags. 16. nóvember 2015. Tillagan var auglýst frá 8. janúar 2016 til og með 19. febrúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólöf Edda Eysteinsdóttir og Haraldur Þorri Grétarsson, dags. 28. janúar 2016. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs miðborgar frá 28. janúar 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra af fundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2016 og er nú lagt fram að nýju.