Á fundi skipulagsfulltrúa 13. mars 2015 var lögð fram umsókn
RR Hótels ehf.
dags. 11. mars 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 9A við Veghúsastíg. Í breytingunni felst að breyta notkun úr geymsluhúsnæði í íbúðar og/eða atvinnuhúsnæði, samkvæmt tillögu Ark studio ehf. dags. 11. mars 2015. Umsókninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2015..
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Veghúsastíg 7, Vatnsstíg 9, 9A og 11, Lindargötu 28-32 og Lindargötu 34-36.