Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð úr timbri, klædda bárujárni, ofan á núverandi hús á lóð nr. 10 við Baldursgötu. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi ehf. dags. 14. nóvember 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 5. nóvember 2019 til og með 3. desember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, formaður húsfélagsins að Baldursgötu 12, dags. 28. nóvember 2019, Guðrún Kristjánsdóttir og Ævar Kjartansson dags. 1. desember 2019, Friðþjófur Högni Stefánsson, Signý Ósk Davíðsdóttir, Sigurjón Gísli Helgason og Þóra Jónsdóttir dags. 3. desember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. desember 2019 og er nú lagt fram að nýju. Erindi fylgir afrit í A4 af eldri samþykktum teikningum. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. september 2019. Stækkun: 98,6 ferm., 250,7 rúmm. Gjald kr. 11.200
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Urðarstíg 3.