Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða gistiheimili í flokki ?? með 20 íbúðareiningum á lóð nr. 34-36 við Lindargötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2015.
Stærð: 1. hæð 182,2 ferm., 2. og 3. hæð 200 ferm., 4. hæð 189,3 ferm.
Samtals: 771,5 ferm., 2.225,9 rúmm. Gjald kr. 9.823