Útigeymsla
Laugavegur 66-68 og 70
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 548
31. júlí, 2015
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Fring ehf. mótt. 17. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.2 vegna lóðanna nr. 66-68 og 70 við Laugaveg. Í breytingunni felst að þriggja hæða bakhús á lóð nr. 70 við Laugaveg (áður 70B) megi standa áfram, húsið verður lagfært, notað sem gistirými á öllum hæðum og tengist hóteli á aðliggjandi lóð nr. 66-68 við Laugaveg. byggingarreitur á jarðhæð fyrir hús nr. 70 sem stendur við Laugaveg er minnkaður, á lóð nr. 66-68 við Laugaveg er heimilað að koma fyrir stigahúsi og lyftu á þremur hæðum við vesturgafl bakhúss á lóð nr. 70 við Laugaveg o.fl., samkvæmt uppdr. Adamssonar ehf. dags. 15. júlí 2015. Einnig lagt fram samþykki eiganda Vitastíg 13 á kvöð um aðkomu dags. 29. júlí 2015.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101607 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017591