Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn
Fring ehf.
mótt. 17. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.2 vegna lóðanna nr. 66-68 og 70 við Laugaveg. Í breytingunni felst að þriggja hæða bakhús á lóð nr. 70 við Laugaveg (áður 70B) megi standa áfram, húsið verður lagfært, notað sem gistirými á öllum hæðum og tengist hóteli á aðliggjandi lóð nr. 66-68 við Laugaveg. byggingarreitur á jarðhæð fyrir hús nr. 70 sem stendur við Laugaveg er minnkaður, á lóð nr. 66-68 við Laugaveg er heimilað að koma fyrir stigahúsi og lyftu á þremur hæðum við vesturgafl bakhúss á lóð nr. 70 við Laugaveg o.fl., samkvæmt uppdr. Adamssonar ehf. dags. 15. júlí 2015. Einnig lagt fram samþykki eiganda Vitastíg 13 á kvöð um aðkomu dags. 29. júlí 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. ágúst til og með 10. september 2015. Engar athugasemdir bárust.