Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. mars 2017 var lögð fram umsókn L66 Fasteignafélags ehf., mótt. 3. janúar 2017, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.2 vegna lóðanna nr. 66-68 og 70 við Laugaveg. Í breytingunni felst að kröfu um fjölda bílastæða sem fram kemur í kafla 5.0 gr. 5.1. í almennum skilmálum deiliskipulagsins frá 2003 er breytt, samkvæmt tillögu, dags. 15. desember 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs. Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.